6. júlí 2023

Ferðalag um Ísland

í sýndarveruleika í Hörpu.

Saga VR hefur opnað á jarðhæð Hörpu og þar geta gestir farið í spennandi ferðalag um Ísland í þartilgerðum stól með sýndaveruleikagleraugum.

Alls eru fjögur myndbönd í boði sem sýna mismunandi ferðalög um landið; Suðurland, Norðausturland, Snæfellsnes og eldgos í Merardölum. Myndböndin eru tekin úr lofti með dróna og 360° myndavél. Upplifunin tekur um 13 mínútur.

Opið er alla daga vikunnar frá kl. 10-18.

Verð fyrir fullorðna er 3100 kr. og 16 ára og yngri greiða 2.100 kr.

Fréttir