x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

EVE Fanfest

Á morgun hefst ráðstefn­an EVE Fan­fest í Hörpu, en þar koma sam­an áhuga­menn um EVE-tölvu­leik­inn og aðra leiki sem ís­lenska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fram­leiðir. Erlendir gestir eru farnir að setja svip sinn á Reykjavík en von er á mörg hundruð manns til landsins ásamt mörgum erlendum blaðamönnum. Spil­ar­ar tölvu­leiks­ins EVE On­line eru meg­in­hluti hátíðargesta EVE Fan­fest. Þeir spil­ar­ar sem ekki kom­ast til Íslands geta fylgst með dag­skrá hátíðar­inn­ar í gegn­um beina út­send­ingu EVE TV ­frá Hörpu gegn­um netið.

EVE Fanfest mun yfirtaka Hörpu næsta daga og verða nánast öll rými Hörpu í notkun fyrir kynningar, fyrirlestra, fundi og aðra fræðslu. Hægt verður að kaupa EVE Online varning, fá sér tattoo, næla sér í nýja hárgreiðslu og margt fleira. Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna með því að smella hér. 

Lokapartí EVE Fanfest að þessu sinni verður haldið í Norðurljósasal og munu Skálmöld og CCP hljómsveitin Permaband leika fyrir dansi ásamt plötusnúðum. Partíið hefst kl 20:00 og stendur yfir til 01:00.

Teitið á tindi veraldar hefur löngu stimplað sig inn sem eitt hressasta djammið sem Reykjavík hefur upp á að bjóða, hvort sem þú ert heimsfrægur geimskipaflugmaður eða mestmegnis ókunnugur EVE heiminum.