x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Emilíana Torrini á svið Eldborgar

Hringadróttinssaga - Turnarnir tveir í lifandi flutningi

Æfingar standa nú yfir í Eldborg þar sem Hringadróttinssaga verður sýnd um helgina. Tónlist og söngur myndarinnar, eftir eitt virtasta kvikmyndatónskáld samtímans – Howard Shore– verður flutt lifandi undir þessari frábæru kvikmynd – sem af mörgum er talin vera eitt besta verk kvikmyndasögunnar. Að sýningunni koma alls 240 tónlistarmenn. Söngkonan Emilíana Torrini mun á ný stíga á svið Eldborgar eftir nokkurt hlé og flytja Gollum’s Song fyrir fullum sal. Sýningarnar eru þrjár talsins og nánast er uppselt á þær allar.