x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Elmar á Sígildum sunnudögum

Sígildir sunnudagar er ný tónleikaröð í Hörpu og eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega. Nú þegar eru tvennir tónleikar liðnir sem hafa verið vel sóttir.

Strokkvartettinn Siggi opnaði tónleikaröðina í byrjun september með því að flytja falleg verk, meðal annars evrópufrumfluttning á verkinu Stillshot eftir Daníel Bjarnason. Því næst var komið að Elektra Ensemble en yfirskrift tónleikanna þeirra var „Úr undirdjúpum“.

Næstur á svið er einn af ástsælustu söngvara þjóðarinnar, Elmar Gilbertsson. Hann vann hjörtu Íslendinga í óperunni Ragnheiði og svo aftur í hlutverki Ottavio í Don Giovanni. Elmar er búsettur í Hollandi og hefur komið þar fram margsinnis, sem og í öðrum Evrópuborgum og á hátíðum, t.a.m. „Aix en Provence“ í Frakklandi. Á píanó leikur Gerrit Schuil, sem hefur starfað með Elmari um árabil.