x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Elín Dröfn í Kaldalóni

Elín Dröfn Jónsdóttir flytur frumsamda tónlist ásamt hljóðfæraleikurum í Kaldalóni, Hörpu, annaðkvöld kl. 20. Þetta er í fyrsta sinn sem Elín kemur fram í Hörpu en fyrr á þessu ári fékk hún styrk úr Ýli – Tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk til að halda þar viðburð.

Með klassískan bakgrunn á fiðlu frá Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík hefur Elín einblínt á tónsmíðar undanfarin ár samhliða raftónlistarnámi við Tónlistarskóla Kópavogs.

Tónlistin er samin og útsett af Elínu sjálfri. Vídeoverk verða sýnd samhliða tónlistarflutningnum. Fram koma efnilegir hljóðfæraleikarar en strengir, rafhljóð og rafmagnsgítar einkenna dreymandi tónlist Elínar. Hljóðfæraleikarar eru þau Haukur Hafsteinsson (trommur), Arnar Þór Gunnarsson (gítar), Margrét Soffía Einarsdóttir (fiðla), Herdís Mjöll Guðmundsdóttir (fiðla), Anna Elísabet Sigurðardóttir (víóla),Heiður Lára Bjarnadóttir (selló), Ingvi Rafn Björgvinsson (kontrabassi), Karl Jóhann Jóhannsson (rafbassi) og Sigríður Hjördís Indriðadóttir (flauta).

Elín Dröfn frumsýndi nýtt mynband í vikunni við lagið sitt Indigo. Myndbandið er einstaklega fallegt en það var tekið upp á þremur mismunandi stöðum á Íslandi í sumar. Hægt er að horfa á afraksturinn með því að smella hér.

Við vekjum athygli á að Kaldalón rúmar fáa í sæti og því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Hægt er að kaupa miða á tónleikana fimmtudagskvöldið með því að smella hér eða hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050.