x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Brjóstmynd af Gylfa Þ. Gíslasyni í Hörpu

Frú Vigdís Finnbogadóttir skoðar brjóstmyndina af Gylfa

Þann 7. febrúar síðastliðinn, á aldarafmæli Gylfa Þ. Gíslasonar, var afhjúpuð í Hörpu brjóstmynd af Gylfa úr bronsi eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Brjóstmyndin er til minningar um framlag hans til eflingar tónlistar, meðal annars með lögum um fjárstuðning við tónlistarskóla árið 1963.

Við móttöku sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur frá starfi Gylfa í þágu íslenskrar menningar og nemendur úr Söngskóla Reykjavíkur, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Pétur Úlfarsson fluttu sönglög eftir Gylfa við undirleik Kristins Ö. Kristinssonar.  Sonarsonur Gylfa, Baldur Vilmundarson afhjúpaði brjóstmyndina.

Þorvaldur Gylfason og kona hans Anna Karitas Bjarnadóttir og Helgi Gíslason myndhöggvari og kona hans Hallgerður Arnórsdóttir gáfu Hörpu brjóstmyndina sem er staðsett á fyrstu hæð Hörpu.

Gylfi Þ. Gíslason var þingmaður Alþýðuflokksins í 32 ár, frá 1946-1978 og var hann menntamálaráðherra í alls 15 ár (1956-71).