x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Bravó Víkingur Heiðar!

Reykjavík Midsummer Music 2019

Katia og Marielle Labèque systur faðma Víking eftir að hafa leikið sexhent í Eldborg.

Síðastliðinn sunnudag lauk Reykjavík Midsummer Music 2019 tónlistarhátíðinni sem fór nú fram í sjöunda sinn í Hörpu. Listrænn stjórnandi og stofnandi hátíðarinnar er Víkingur Heiðar Ólafsson. Dagskráin þetta árið var hreint út sagt mögnuð, en þar fór Víkingur fremstur í flokki og lék á öllum tónleikum hátíðarinnar þetta árið.

Hátíðin hefur aldrei verið eins stór og vel sótt líkt og í ár, en alls voru tveir viðburðir í Eldborg, þrír í Norðurljósum og svo var einn viðburður sem var í tónleikasalnum Mengi í miðbæ Reykjavíkur. Alls komu tíu heimsþekktir listamenn til landsins auk nokkra sem eru búsett á Íslandi,  og léku á alsoddi þessa björtustu helgi ársins. Þar má nefna Katia og Marielle Labèque píanó systurnar frá Frakklandi sem fengu standandi lófaklapp þegar þær luku hátíðinni og léku auk þess eitt verk sexhent með Víkingi í Eldborg, fiðlu- og víóluleikarann Yura Lee frá Bandaríkjunum sem lék alla daga, sellóleikarinn Leonard Elschenbroich sem heillaði alla tónleikagesti um helgina, klarinett leikarinn og tónskáldið Mark Simpsons og íslenski flautuleikarinn Emílía Rós, svo dæmi séu tekin. Allt voru þetta fremstu hljóðfæraleikarar á sínu sviði, saman komin í Hörpu, að leika á þessari mögnuðu hátíð Víkings Heiðars.

Hátíðin er haldin annaðhvert ár og verður því næst árið 2021. Harpa þakkar Víkingi og starfsfólki Reykjavík Midsummer Music kærlega fyrir samstarfið þetta árið og við viljum auk þess þakka öllum þeim fjölmörgu gestum sem komu í Hörpu yfir hátíðina.

Við getum ekki beðið eftir Reykjavík Midsummer Music árið 2021 í Hörpu.

Meðfylgjandi eru myndir sem Leifur Wilberg Orrason tók yfir hátíðina.