x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Bravó Íslenska óperan

5 stjörnur!

 

„Magnaður Évgení Onegin slær í gegn“ var fyrirsögnin á fimm stjörnu dómi Jónasar Sen í Fréttablaðinu um frumsýningu Íslensku óperunnar á rússnesku óperunni Évgení Onegin eftir Tchaikovsky í sneisafullum Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 22. október. Viðtökur gesta voru í einu orði sagt stórkostlegar og var flytjendum og listrænum stjórnendum fagnað ákaft í lok sýningar.

Jónas Sen var á því að þetta væri „ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma“. „Enn einn sigur fyrir Íslensku óperuna,“ skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á TMM. Í Víðsjá sagði María Kristjánsdóttir að Évgení Onegin væri „sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“. Í Kastljósi sagði Hlín Agnarsdóttir að sýningin hefði tekist listavel og á sama stað sagði Helgi Jónsson að söngvararnir hefðu staðið sig „algjörlega frábærlega“.

Yfir 100 manns taka þátt í sýningunni en leikstjóri er Anthony Pilavachi sem er einn eftirsóttasti óperuleikstjóri samtímans og hlaut hann meðal annars hin virtu Echo verðlaun árið 2012. Titilhlutverkið er í höndum Andrey Zhilikhovsky sem syngur hlutverkið í Bolshoj leikhúsinu í Moskvu. Hljómsveitarstjóri er Benjamin Levy, lýsingu hannaði Björn Bergsteinn Guðmundsson, Eva Signý Berger er hönnuður leikmyndar og búningahönnuður er María Th. Ólafsdóttir. Þóra Einarsdóttir sópran fer með hlutverk hinnar ungu Tatjönu og Elmar Gilbertsson tenór syngur hlutverk skáldsins Lenskís. Einnig er á meðal flytjenda færeyski bassasöngvarinn Rúni Brattaberg.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Íslenska óperan bætt við aukasýningu á Évgení Onegin laugardaginn 19. nóvember kl. 20.00. Nær uppselt er nú á sýningarnar 29. október, 6. og 12. nóvember. Miðasala er í fullum gangi á hér – og ekki seinna vænna að tryggja sér góð sæti!