x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Besta ráðstefnuhús Evrópu 2016

Nú nýverið hlaut Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ferðaverðlaun tímaritsins Business Destinations sem besta ráðstefnuhús Evrópu árið 2016. Sigurvegarinn í þessum flokki árið 2015 var ráðstefnuhúsið Alfândega do Porto í Portúgal. Þetta sama ár var fríhöfnin í Leifstöð valin besta flugvallarfríhöfnin. Business Destinations er ársfjórðungslegt ferðatímarit og vefsvæði þar sem áhersla er lögð á vandaða framsetningu og efni sem höfðar til viðskiptaferðamanna og þeirra sem starfa við slíka ferðamennsku. Business Destinations fjallaði um Hörpu í vetrarhefti sínu 2015 og Harpa var í kjölfarið tilnefnd til verðlaunanna. Greinina má lesa hér.

Í Business Destinations má finna innihaldsríkar greinar og glæsilegt myndefni, auk þess sem tímaritið er mjög virkt á netinu. Þar má finna gnótt upplýsinga og hugmynda fyrir þá sem bóka eða fara í viðskiptaferðalög og umfjöllunarefnið er fjölbreytt; allt frá lúxushótelum, dvalarstöðum og ráðstefnustöðum til gæðavara og þjónustu. businessdestinations.com

Ferðaverðlaun Business Destinations taka til allra helstu þátta viðskiptaferðalaga, allt frá flugvöllum og ráðstefnuhúsum til gæðahótela og íbúðagistingar. Þetta eru fyrirtæki og stofnanir sem bjóða viðskiptaferðamönnum upp á þær allra bestu lausnir sem til eru, hvort sem um er að ræða viðskiptaþjónustu, vinnuaðstöðu eða þægindi.

Verðlaunahafana velja viðskiptaferðamenn frá öllum heimshornum, fjölbreyttur hópur stjórnenda úr ferðaiðnaði og frá stórfyrirtækjum, aðila úr ráðstefnu- og hvataferðageiranum og annarra sem ferðast vinnu sinnar vegna.