x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Berglind Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri

Berg­lind Ólafs­dótt­ir hef­ur verið ráðin fjármálastjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss úr hópi 39 umsækjenda.

Berglind er viðskipta- og rekstrarfræðingur að mennt. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu, en sl. aldarfjórðung hefur hún starfað við stjórnun rekstrar-, fjármála og mannauðsmála, síðast sem framkvæmdastjóri Borgarleikhússins og áður um árabil hjá Reykjavíkurborg þangað sem hún kom úr einkageiranum.

„Berglind er mjög öflug fjármála- og rekstrarmanneskja og þekkir það að starfa í þágu almennings og einnig vel inn á menningarrekstur – en hvort tveggja er mikill kostur í þessu húsi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.

„Starf fjármálastjóra Hörpu er án nokkurs vafa krefjandi verkefni sem ég er þakklát fyrir að vera treyst fyrir. Ég nýt mín best í  skapandi starfsumhverfi þar sem faglegur og rekstrarlegur metnaður fara saman og hlakka mjög til að tilheyra þeim öfluga starfshópi sem starfar í Hörpu þessu mikilvæga og margverðlaunaða tónlistar- og ráðstefnuhúsi þjóðarinnar,“ segir Berglind Ólafsdóttir.

Berglind hefur störf sín í Hörpu 1. maí nk.

Starfsfólk og stjórn Hörpu þakkar fráfarandi fjármálastjóra, Auði Árnadóttur fyrir afar ánægjulegt samstarf og vel unnin störf síðastliðin 7 ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.