x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Beint streymi frá 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Fimmtudaginn 5. mars kl. 19:30

Beint streymi frá 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Mahler og Sibelius í Eldborg fimmtudaginn 5. mars kl. 19:30

Afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 5. mars verða teknir upp í mynd og streymt í beinni útsendingu á vef hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is.

 

Á efnisskránni er fiðlukonsert eftir Jean Sibelius og sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler, ásamt sjaldheyrðu verki eftir Pál Ísólfsson. Einleikari er Augustin Hadelich og um tónsprotann heldur Eva Ollikainen verðandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

 

Á fyrstu hæð Hörpu stendur yfir ljósmyndasýning úr 70 ára sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilefni af afmæli hljómsveitarinnar.