Ekkert fannst
Beint streymi frá 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Mahler og Sibelius í Eldborg fimmtudaginn 5. mars kl. 19:30
Afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 5. mars verða teknir upp í mynd og streymt í beinni útsendingu á vef hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is.
Á efnisskránni er fiðlukonsert eftir Jean Sibelius og sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler, ásamt sjaldheyrðu verki eftir Pál Ísólfsson. Einleikari er Augustin Hadelich og um tónsprotann heldur Eva Ollikainen verðandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Á fyrstu hæð Hörpu stendur yfir ljósmyndasýning úr 70 ára sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilefni af afmæli hljómsveitarinnar.