x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Appelsínugul Harpa

Ljósaganga UN Women

Ljósaganga UN Women fer fram kl. 17, 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi hér á landi sem UN Women standa fyrir ásamt öðrum félagasamtökum. Yfirskrift göngunnar í ár er „Konur á flótta“ og leiðir Maryam Raísi gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju. Maryam og móðir hennar, Torpikey Farrash, hafa verið á flótta undanfarin 15 ár. Eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð var þeim neitað um hæli. Því næst komu þær til Íslands og var neitað um hæli eftir þriggja mánaðar dvöl. Í fjóra mánuði hafa þær beðið eftir símtali hér á landi milli vonar og ótta. Þær ánægjulegu fréttir bárust hins vegar nýlega að kærunefnd útlendingamála hér á landi hefur ákveðið að taka mál Maryam og Torpikey fyrir. Þátttaka Maryam í göngunni í ár er táknræn fyrir þá hörmulegu stöðu sem milljónir flóttakvenna um allan heim búa við.

Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þar mun appelsínugul Harpa blasa við en fleiri byggingar víða um heim verða tendraðar þessum lit í tilefni dagsins. Appelsínuguli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Hægt verður að kaupa kerti á staðnum á 1.000 kr.

UN Women hvetur almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1490 kr.) og veita konu á flótta sæmdarsett sem inniheldur dömubindi, sápu og vasaljós.

Sýnum konum eins og Maryam Raísi samstöðu og fjölmennum í Ljósagöngu UN Women.