Ekkert fannst
Fimmtudaginn 30. apríl verður haldið upp á hinn árlega alþjóðlega dag jazzins en UNESCO útnefndi þennan tiltekna dag sem hinn opinbera dag jazzins árið 2011. Jazztónlist getur í sínum mörgu og fjölbreyttu myndum verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum sem hlustendur og/eða virkir þátttakendur. Jazzhátíð Reykjavíkur, Jazzklúbburinn Múlinn og Jazzdeild FÍH ætla af þessu tilefni að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri tónlistardagskrá þennan dag – að sjálfsögðu í streymi!
Kl. 16:00 á Rás 1 og ruv.is – Kristjana Stefánsdóttir og kvartett í beinni frá Hörpu.
Flytjendur: Kristjana Stefánsdóttir – söngur, Andrés Þór – gítar, Sunna Gunnlaugs – píanó, Þorgrímur Jónsson – kontrabassi, Einar Scheving – trommur.
Hér verður hægt að horfa.
Kl. 18:00 á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins – GH Gypsy Tríó leikur lög úr ýmsum áttum.
Flytjendur: Gunnar Hilmarsson – gítar, Jóhann Guðmundsson – gítar, Leifur Gunnarsson – kontrabassi.
Kl. 19:00 á Rás 1 – Hljóðritun frá tónleikum hljómsveitarinnar ADHD sem fóru fram í maí 2019.
Kl. 20:00 á Facebooksíðu Hannesarholts – Fjölbreytt jazzdagskrá í umsjón Sigmars Þór Matthíassonar.
Flytjendur: Rebekka Blöndal – söngur, María Magnúsdóttir – söngur, Ásgeir Ásgeirsson – gítar, Ingi Bjarni Skúlason – píanó, Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi.
Kl. 21:00 á Facebooksíðu Mengis og mengi.net – Daníel, Eiríkur og Matthías.
Daníel Friðrik Böðvarsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Matthías Hemstock koma saman og flytja dagskrá sem á rætur að rekja um það bil 50 ár aftur í tímann.
Frekari upplýsingar um alþjóðlega jazzdaginn má finna á www.jazzday.com.