x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu

1. – 17. júní

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu á 5 ára afmæli í ár og heldur sitt árlega námskeið fyrir klassíska hljóðæranemendur dagana 1. – 17. júní. Rúmlega 100 nemendur frá tíu löndum munu njóta handleiðslu innlendra og erlendra tónlistarkennara í fremstu röð. Nemendur fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveit. Viðburðir í Norðurljósum verða á eftirfarandi dögum:

7. júní kl. 12: Ungir stjörnufiðluleikarar
Hin hæfileikaríku Johan Dalene frá Svíþjóð og Maya Buchanan frá Chicago flytja glæsileg einleiksverk fyrir fiðlu og píanó. Bæði eru aðeins 17 ára gömul en hafa unnið til margra verðlauna og eru vaxandi stjörnur í fiðluheiminum.

7. júní kl 20: Strengjakvartettar
Nemendur sem notið hafa sérstakrar leiðsagnar Sigurbjörns Bernharðssonar, fiðluleikara úr Pacifica strengjakvartettinum og prófessors við Indiana University, munu leika strengjakvartetta.

10. júní kl 10-12:30 og 13-15:30: Masterklassar
Masterklassar með völdum kennurum og nemendum

10. júní kl 17: Kennaratónleikar
Tónlistarkennarar Akademíunnar eru sjálfir framúrskarandi hljóðfæraleikarar. Á þessum tónleikum munu þeir miðla list sinni með fjölbreyttri efnisskrá.

13. júní kl 20: Fiðlutónleikar með Dan Zhu
Dan Zhu er einn af þekktustu fiðluleikurum Kína. Hann flutti Tchaikovsky fiðlukonsertinn í Carnegie Hall aðeins 18 ára gamall og hefur síðan leikið út um allan heim. Hér kemur hann fram ásamt píanóleikaranum Julien Quentin. Þeir munu leika m.a. fiðlusónötu Francks og Faust fantasíuna eftir Wieniawski.

17. júní: Hátíðartónleikar
Á lokatónleikum námskeiðsins mun hljómsveit Akademíunnar flytja hina mögnuðu 6. sinfóníu Tchaikovskys og Blásaraserenöðu eftir Strauss. Johan Dalene færir okkur heim sígauna í verkinu Zigeunerweisen eftir Sarasate. Hljóðfæraleikarar yngstu kynslóðarinnar munu einnig láta ljós sitt skína í hljómsveit yngri deildar.

Hægt er að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla tónleika eða miða á staka viðburði. Frekari upplýsingar á www.musicacademy.is