x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Á hátíðlegum nótum

Jólatónleikar Siggu Beinteins

Hinir árlegu jólatónleikar okkar ástsælu Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 9. og 10. desember. Þetta verður í áttunda sinn sem Sigga heldur sína eigin jólatónleika – og þriðja árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborgarsal Hörpu.

Sigga og samstarfsfólk hennar vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að undirbúa tónleikana, en hvað ætlar Sigga að bjóða uppá í þetta sinn?

“Þetta verður tónlistarveisla þar sem við bjóðum upp á sambland af klassískum jólalögum og stórum og milklum dúettum – í bland við hress poppjólalög með miklu stuði og gleði. Ef okkur tekst vel til þá verður grátið, hlegið og dansað,” segir Sigga brosandi.

Tónlistin er auðvitað aðalatriðið, en við leggjum einnig mikinn metnað í sviðsmynd og umgjörð tónleikanna þar sem við reynum að fanga jólastemninguna með fallgegri umgjörð og myndrænni upplifun fyrir tónleikagesti.

Eins og fyrri ár verða með mér frábærir gestir sem munu leika á allsoddi, en það eru þau Páll Óskar, Gréta Salóme og Egill Ólafsson.

© Mummi Lú

© Mummi Lú

 

Uppselt er á tónleikana 10.desember en enn má tryggja sér miða á tónleikana 9.desember.