x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

500. sýning á How to become Icelandic in 60 minutes

60 þúsund manns hafa séð How to become Icelandic in 60 minutes

Leiksýningin How to become Icelandic in 60 minutes verður sýnd í 500. skipti í Hörpu miðvikudagskvöldið 23. ágúst. Alls hafa um 60 þúsund manns séð sýninguna sem var frumsýnd í maí 2012, fljótlega eftir að Harpa var opnuð. How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning (one man show) sem leikin er á ensku og samin og framleidd af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Leikarar eru Karl Ágúst Úlfsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Örn Árnason en sá síðarnefndi mun leika á 500. sýningunni.

,,Við erum ákaflega ánægð og stolt með hversu vel sýningin hefur gengið. Það er frábært að hafa náð 500 sýningum og fengið 60 þúsund áhorfendur til að sjá hana í Hörpu. Þetta er Íslandsmet því það hefur engin íslensk leiksýning verið sýnd svona oft. Nokkrar sýningar hafa verið settar upp mjög oft eins og t.d. Dýrin í Hálsaskógi en þá er um að ræða margar mismunandi uppfærslur af verkinu. Við höfum fengið mjög góða dóma bæði hjá Íslendingum og ekki síst útlendingum en sýningin er ætluð öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Við erum hvergi nærri hætt og munu halda áfram með sýninguna eins lengi og fólk hefur ánægju af því að koma og sjá hana og vonandi verður það sem lengst, segir Bjarni Haukur.

Samstarf Bjarna Hauks og Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra getið af sér meðal annars fimm vinsælar sýningar og eina kvikmynd; Hellisbúann, Pabbann, Afann (leikrit og kvikmynd), How to become Icelandic in 60 minutes og Maður sem heitir Ove.

Boðið verður upp á létta hressingu eftir sýningu og hægt verður að spjalla við leikara og aðstandendur sýningarinnar.

Hægt er að kaupa miða hér.