x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

4.100.000 úthlutað úr styrktarsjóði SUT

Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

Styrkþegar ársins 2018. Mynd: Bóas Kristjánsson

Í gær fór fram sjöunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns. Athöfnin fór fram í Björtuloftum en í ár var úthlutað styrkjum til tónleikhalds í Hörpu fyrir árið 2018, alls að upphæð kr. 4.100.000. Umsóknir voru alls 47, og úthlutað var til 10 verkefna.

Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns var stofnaður fyrir það fé sem safnað var um árabil til byggingar tónlistarhúss. Núverandi styrktaraðilar í sjóðnum eru nokkur hundruð og kusu flestir þeir sem styrktu Samtök um tónlistarhús áður að halda áfram að styrkja sjóðinn eftir að honum var breytt í styrktarsjóð sem úthlutar styrkjum árlega til tónleikahalds í Hörpu. Sjóðnum er ætlað að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs og að styðja tónlistarfólk til að koma fram í Hörpu.

Styrkþegar ársins 2018 eru:

Barokkbandið Brák – tvennir tónleikar í Norðurljósum

Einar Scheving – tónleikar í Eldborg

Elecktra Ensemble – 10 ára afmæli, tvennir tónleikar

Hallveig Rúnarsdóttir og kammersveit – tónleikar í Norðurljósum

Lúðrasveitin Svanur – kvikmyndatónleikar í Eldborg

Stirni Ensemble – tvennir tónleikar í Norðurljósum

Strokkvartettinn Siggi – tvennir tónleikar í Norðurljósum

Jazzklúbburinn Múlinn – tónleikadagskrá ársins 2018

Kammersveit Reykjavíkur – tónleikadagskrá ársins 2018

Stórsveit Reykjavíkur – tónleikardagskrá ársins 2018