x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Heimsendingar Sinfóníunnar í streymi

Frá Hörpu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á heimsendingar í streymi frá Hörpu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 næstu vikur á meðan samkomutakmarkanir útiloka hefðbundið tónleikahald. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni leika fjölbreytta kammertónlist og er tónleikunum streymt á vef hljómsveitarinnar www.sinfonia.is, á Facebook-síðu hljómsveitarinnar og á menningarvef ruv.is.

  1. nóvember kl. 17 – Vera og Steiney

Dúó Edda er skipað Veru Panitch fiðluleikara og Steineyju Sigurðardóttur sellóleikari og flytja tvö fjörug verk eftir tékknesku tónskáldin Schulhoff og Martinů. Vera og Steiney unnu nýverið þriðju verðlaun í hinni virtu P2-kammertónlistarkeppni Danska ríkisútvarpsins DR fyrir flutning sinn á verkunum.

  1. nóvember kl. 17 – Stefán og Anna Guðný

Stefán Jón Bernharðsson leiðandi hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hljómsveitarinnar flytja sónötu fyrir horn og píanó eftir Ludwig van Beethoven.

  1. nóvember kl. 17 – Klarínettukvintett

Strokkvartettinn Siggi ásamt Rúnari Óskarssyni klarínettuleikara flytja fyrsta kaflann úr klarínettukvintett Johannesar Brahms. Strokkvarettinn Sigga skipa Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikar.

  1. nóvember kl. 17 – Óbókvartett

Í þessu tónlistarstreymi hljómar forvitnileg verk eftir Benjamin Birtten. Fantasíukvartett fyrir óbó og strengjatríó samdi Britten einungis 19 ára gamall en varð til þess að bera hróður hans barst víða. Kvartettinn skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljósmveit Íslands: Julia Hantschel spilar á óbó, Gunnhildur Daðadóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Guðný Jónasdóttir á selló.

  1. desember kl. 17 – Sigrún og Bryndís

Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari spila dúó fyrir fiðlu og selló eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály.