x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Gjaldeyristekjur af ráðstefnu,- hvataferða- og viðburðagestum fyrir árið 2015 til íslenska þjóðarbúsins eru metnar á um 32 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu frá Meet in Reykjavík sem unnin var í samvinnu við Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Ísland er stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ráðstefnur, hvataferðir og viðburði í alþjóðlegum samanburði. Þannig er árleg meðalaukning þessara ferðamanna um 4,4% á heimsvísu en 5% í Evrópu. Á Íslandi hefur árlegur meðalvöxtur hins vegar verið um 13,6% frá árinu 2011.

Árið 2015 er áætlað að hingað hafi komið 88.000 gestir sem tilheyra þessum hópi ferðamanna til landsins. Flestir koma utan háannartíma, eða 70% ráðstefnugesta og 75% hvataferðamanna sem stuðlar að lengingu ferðamannatímans á Íslands.

Stígandi vöxtur er á heildarfjölda ráðstefna og hefur ráðstefnugestum fjölgað um 44% frá árinu 2011 og með tilkomu Hörpu hafa ráðstefnur, með 1000 manns eða fleiri, tólffaldast. Alls voru til að mynda 11 alþjóðlegar ráðstefnur haldnar í Hörpu árið 2015 en 16 eru þegar bókaðar árið 2016. Athygli vekur einnig hin mikla aukning sem orðið hefur á  hvataferðum og hefur hvataferðagestum fjölgað um 152% frá árinu 2011.

Í skýrslunni kemur fram að helstu áhrifaþættir við ákvörðun um val á Íslandi fyrir ráðstefnur eru auðvelt aðgengi (flugsamgöngur), góðir innviðir (gisting,  ráðstefnuaðstaða og afþreying), verð og einstakleiki landsins.

Meet in Reykjavík markaðssetur Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir alþjóðlegar ráðstefnur, viðburði og hvataferðir sem eru ferðir skipulagðar af fyrirtækjum til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf. Að Meet in Reykjavík standa 44 fyrirtæki sem starfa innan ráðstefnu,-funda,- hvataferða eða viðburðamarkaðar eða sjá hag sinn í styrkingu þessa markaðshluta ferðaþjónustunnar.