x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

2017 viðburðarríkt ár í Hörpu

Rekstur batnar og mótuð stefna til framtíðar

  •  Aldrei fleiri heimsótt Hörpu eða 2.3 milljónir
  • Hátt á hálft annað þúsund viðburða – fjölgun um 20% á milli ára
  • Hagræðingaraðgerðir og umbætur í rekstri skila árangri
  • EBITDA Hörpu í fyrsta skipti jákvæð frá opnun hússins
  • Raunhæfur rekstrargrundvöllur og stefnumótun til framtíðar forgangsmál

Aðalfundur Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. var haldinn í gær, 26. apríl í Háuloftum í Hörpu. Samkvæmt ársskýrslu 2017, voru haldnir 1.542 viðburðir í Hörpu á árinu samanborið við 1.284 viðburði á árinu 2016 og fjölgaði þeim því um rúm 20%. Af þeim voru 1.052 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Einnig voru haldnar 469 ráðstefnur, fundir og veislur. Alls voru haldnir 450 viðburðir og leiðsagnir fyrir ferðamenn. Ríflega 286.000 aðgöngumiðar voru afgreiddir í gegnum miðasölu Hörpu á síðasta ári  m.v. 259.000 árið áður sem er um 10% aukning, en auk þess voru fjölmargir aðrir viðburðir í Hörpu án miðasölu. Velta miðasölu í Hörpu var tæpir 1,5 ma.kr.

Fjöldi heimsókna í Hörpu á liðnu ári var rúmlega 2,3 milljónir samanborið við tæplega 2 milljónir árið 2016. Aukningu má rekja til vaxtar í viðburðahaldi milli ára auk þess sem meiri fjöldi ferðamanna heimsækir Hörpu en nokkru sinni fyrr.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Hörpu en hana skipa Þórður Sverrisson sem verður formaður, Vilhjálmur Egilsson, Arna Schram, Árni Geir Pálsson og Aðalheiður Magnúsdóttir sem kemur ný inn í stað Birnu Hafstein.

Nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tók til starfa þann 1. maí 2017 en Halldór Guðmundsson, sem verið hafði forstjóri félagsins frá 2012 lét af störfum 1. mars 2017.

„Þrátt fyrir verulegar áskoranir sjáum við skýrar vísbendingar um að hagræðingaraðgerðir og umbætur í rekstri, sem við settum af stað um mitt ár séu farnar að skila árangri, ekki síst á síðasta ársfjórðungi 2017,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. „Þannig hefur framlegð af kjarnastarfsemi batnað og við munum vinna markvisst á sömu braut gagnvart rekstrinum í heild með samstilltu átaki starfsmanna og í góðu samstarfi við eigendur Hörpu sem eru ríki og Reykjavíkurborg.  EBITDA batnar verulega og skiptir þar máli aukið framlag eigenda en reksturinn gengur einnig betur þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi heldur dregist saman, fasteignagjöld hækki 36 m.kr. á milli ára og þá almennu hækkun launakostnaðar sem öll fyrirtæki landsins finna vel fyrir.

En fyrir heilbrigðari rekstrargrundvöll Hörpu til framtíðar þarf horfast í augu við gríðarlega þunga kostnaðarþætti sem snerta fasteignina, s.s. há fasteignagjöld og viðhald á þessari dýrmætu byggingu sem tekjur af útleigu og menningarstarfi geta aldrei mætt að fullu.  Þetta viðfangsefni er í vinnslu í góðu samráði við eigendur. Við erum einnig komin af stað með spennandi stefnumótun þar sem við kortleggjum í samvinnu við stóran hóp hvernig Hörpu við viljum sjá á næstu 10 árum og þá ekki síst með það í huga hvernig húsið geti uppfyllt sem best þau hlutverk á vettvangi menningar, ferðaþjónustu og samfélags sem það var byggt til að sinna. Harpa þarf í senn að vera síung og sígild. Þrátt fyrir áskoranir í rekstrinum er  starfsemin í Hörpu full af gleði og afar blómleg, enda einn fjölsóttasti áfangastaður í borginni með fjölbreytta flóru vel sóttra viðburða. Við erum þakklát fyrir að starfsemin vex að umfangi og fjölbreytni, gestum fjölgar og mikill meirihluti Íslendinga hefur sótt Hörpu heim.“

Hér má nálgast ársreikning Hörpu.