Ekkert fannst
Oddfellowstúkan nr. 5, Þórsteinn, stendur fyrir stórtónleikum hins rússneska Terem-kvartetts í Eldborg 12 maí nk. Sérstakir gestasöngvarar eru Diddú og Ólafur Kjartan.
Miðaverð er frá kr. 5990, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til líknarmála.
Kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og er þekktur utan lands sem innan. Meðlimirnir, sem eru heiðurslistamenn Rússlands, hafa komið fram víða um heim og með fjölmörgum listamönnum. Meðal annars komu þeir fram á Íslandi árið 2005 og aftur 2007. Árið 2008 var gefinn út geisladiskur með Terem og Diddú sem inniheldur m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson o.fl. lagahöfunda.
Hægt er að kaupa miða með því að smella hér.