börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður, smiðjur

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Skugga­leik­hússmiðja með ÞYKJÓ

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 2. nóvember - 13:00

Salur

Ríma

„Er þetta hvalur sem svamlar hjá eða marglytta? Eða er þetta kannski hafmeyja?“

Á skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ skapa fjölskyldur skuggabrúður innblásnar af dýrum sem synda í sjónum umhverfis Hörpu. Fjölskyldur koma ímyndunaraflinu á flug og kynnast töfrum skuggaleikhúss.

Smiðjan er opin milli 13:00 -15:00 og er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram - opið meðan húsrúm leyfir.

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.

Á meðal nýlegra verkefna er Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim!

ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.

Aðgengi og aldur

Viðburðurinn krefst ekki ákveðinnar tungumálakunnáttu, hægt verður að spyrja spurninga á íslensku og ensku.

Viðburðurinn er ætlaður börnum frá fjögurra ára aldri í fylgd fullorðinna.

Viðburðurinn fer fram í Rímu og Flóa á fyrsta hæð, með sléttu gólfi og góðu hjólastólaaðgengi.

Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is. 

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

laugardagur 2. nóvember - 13:00