tónlist, börn og fjölskyldan

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Skoð­un­ar­ferð og sögu­stund með Maxímús

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 7. október - 11:00

Salur

Harpa

Ingibjörg Fríða leiðir á skoðunarferð fyrir yngstu gesti Hörpu í fylgd fullorðinna í leit að Maxímús Músíkús. Við förum um ýmsa sali, króka og kima Hörpu og veltum fyrir okkur hvort þeir séu ákjósanlegir staðir fyrir litla mús að búa á – Maxímús Músíkús er svo sannarlega langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu.

Skoðunarferðin endar í Kaldalóni í sögustund með Maxa kl. 11:30.

Í sögustund með Maxa fáum við að fylgjast með tónlistarævintýrum hinnar ástsælu músar Maxímúsar Músíkúsar. Valgerður Guðnadóttir les söguna Maxímús Músíkús kætist í kór úr hinum vinsæla bókaflokki Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar við tónlistarundirleik og myndasýningu af tjaldi.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður í hverja skoðunarferð, fullorðinn þarf að fylgja hverju barni en þó ekki fleiri en tveir.

Hægt er að bóka miða í skoðunarferð og sögustund en líka eingöngu í sögustundina.  

Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða hér.Opnað er fyrir bókanir fimm dögum fyrir auglýsta skoðunarferð.

Aðgengi
Viðburðurinn fer fram á íslensku.  
Skoðunarferð fer fram í opnum rýmum og sölum Hörpu þar sem gert er ráð fyrir aðgengi að lyftum gesti sem þess óska. Í sögustund (Kaldalóni) eru hjólastólastæði.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Næstu skoðunarferðir og sögustundir
7. október – Skoðunarferð og sögustund á pólsku // Zwiedzanie i opowiesci z Maxímusem (w jezyku polskim)
2. desember - Skoðunarferð og sögustund með Maxímús

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 7. október - 11:00