börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður, smiðjur
Fjölskyldudagskrá Hörpu: Hljóðbað á Myrkum Músíkdögum
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 25. janúar - 13:00
Salur
Hörpuhorn
Margar fjölskyldur hafa það fyrir sið að fara í sund á laugardögum en nú gefst þeim tækifæri til að breyta svolítið til og skella sér í hljóðbað í Hörpu!
Laugardaginn 25. janúar verður opin tónlistarsmiðja fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu þar sem þeim gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og finna hvernig ólíkir tónar og tíðnir geta haft áhrif á líkamann.
Smiðjan er opin öllum fjölskyldum og hægt er að koma og fara eins og hverjum og einum hentar.
Nánari upplýsingar og dagskrá verður birt síðar.
Hljóðbað er samstarf Hörpu og tónlistarhátíðarinnar Myrkra Músíkdagasem fram fer dagana 24.-26 janúar 2025.
Aðgengi og aldursviðmiðViðburðurinn krefst ekki sérstakrar tungumálaþekkingar, en hægt verður að spyrja spurninga á íslensku og ensku.
Hentar vel börnum á aldrinum 4-10 ára, en yngri eða eldri systkini eða vinir að sjálfsögðu velkomin með.
Viðburðurinn fer fram í opnu rými með sléttu gólfi og góðu lyftuaðgengi.
Frekari upplýsingar um aðgengi og heimsóknir í Hörpu má finna hér.
Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur þennan viðburð. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndara vita á staðnum eða hafa samband í gegnum tölvupóstfangið markadsdeild@harpa.is.Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
Dagskrá
laugardagur 25. janúar - 13:00
Hápunktar í Hörpu