tónlist, börn og fjölskyldan

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Dansað og sögu­stund með Maxa og Petítlu Pírú­ettu

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 18. nóvember - 11:00

Salur

Harpa

Hefurðu séð mús dansa? Hvað þá tvær mýs?!  

Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið í einstaka dansstund í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu. Það er tónelska músin Maxímús Músíkús og vinkona hans Petítla Pírúetta ballettmús sem stíga létt dansspor með gestum undir leiðsögn danskennarans Þórunnar Ylfu Brynjólfsdóttur.

Dansstundin er um hálftími að lengd og við hvetjum þá sem eiga ballettföt að mæta í þeim - eða hverju sem þykir þægilegast að dansa í!

Athugið að miðabókun er óþörf, hægt að mæta beint í dansstund og aðgangur er ókeypis.  

Aðgengi
Viðburðurinn fer fram á íslensku.  
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 18. nóvember - 11:00