tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Eva og Arngunnur - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 18. apríl - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 41
Olivier Messiaen Abîme des oiseaux
Claude Debussy Première Rhapsodie
Richard Strauss Tod und Verklärung (Dauði og uppljómun)
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
EINLEIKARI
Arngunnur Árnadóttir
Júpítersinfónían er síðasta og viðamesta sinfónía Wolfgangs Amadeusar
Mozart og að margra dómi ekki aðeins besta sinfónía hans, heldur alls klassíska
tímabilsins. Hún er upphafsverkið á þessum fjölbreyttu og óvenjulegu tónleikum
þar sem Eva Ollikainen aðalhljómsveitarstjóri heldur um tónsprotann. Einleikari
á tónleikunum er Arngunnur Árnadóttir, leiðandi klarínettleikari
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún hefur áður komið fram með sveitinni sem
einleikari og skrifaði gagnrýnandi Fréttablaðsins um túlkun hennar á
klarínettkonserti Mozarts 2015: „Með því fegursta sem ég hef lengi heyrt [...]
Þetta var dásamlegur flutningur.“
Nú bræðir Arngunnur saman tvö ólík en
áhrifamikil frönsk verk fyrir hljóðfærið. Fyrst hljómar Hyldýpi fuglanna úr
Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen, verk sem var samið og
frumflutt meðan tónskáldið var stríðsfangi í fangabúðum nasista.
Einleikskaflinn er án meðleiks, eins konar eintal sálarinnar þar sem ljós og
skuggar mætast.
Í beinu framhaldi leikur Arngunnur Première Rhapsodie eftir
Claude Debussy fyrir klarínett og hljómsveit, litríkt glæsiverk sem gerir
ómældar kröfur til einleikarans. Síðasta verkið á efnisskránni er Dauði og
uppljómun eftir Richard Strauss, heimspekilegt tónaljóð sem kannar ráðgátuna um
hvað bíður handan þessa lífs.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu