tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Eric Lu leikur Mozart - Sinfón­íu­hjóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 - 9.200 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 19. október - 19:30

Salur

Eldborg

EFNISSKRÁ
Bohuslav Martinu Tvíkonsert fyrir tvær strengjasveitir, píanó og pákur
Wolfgang Amadeus Mozart Píanókonsert nr. 27
Antonín Dvorák Sinfónía nr. 8

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Tomáš Hanus

EINLEIKARI
Eric Lu

Kínversk­bandaríski píanóleikarinn Eric Lu hefur á undanförnum árum skotist hátt upp á stjörnuhimin píanóheims­ins en árið 2018 bar hann sigur úr býtum í hinni virtu Leeds­píanókeppni, þá aðeins tvítugur. Lu hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir dýpt og fágun í túlkun sinni, ekki síst í verkum Mozarts. Á þessum tónleikum leikur hann einmitt síðasta píanókonsertinn sem Mozart lauk við á ævinni, Píanókonsert nr. 27 í b­dúr, verk sem geislar af hlýju og mannskilningi. Hin tvö verkin á efnisskránni eru bæði ættuð úr Bæheimi, annað frá nítjándu öld og hitt frá þeirri tuttugustu. Í upphafi hljómar hinn kraftmikli og áleitni tvöfaldi konsert Bohuslavs Martinu fyrir tvær strengjasveitir, píanó og pákur, saminn á viðsjárverðum tímum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Tónleikunum lýkur á gerólíku verki, Sinfóníu nr. 8 eftir Antonín Dvorák, sem margir telja þá innilegustu og frumlegustu af níu sinfóníum hans, en verkið er uppfullt af hrífandi náttúrumyndum og fuglasöng.

*Hljómsveitarstjórinn Dinis Sousa sem upphaflega átti að koma fram á tónleikunum hefur því miður þurft að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra orsaka. Í hans stað mun Tomáš Hanus stýra tónleikunum.

Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.800 kr.

B

6.300 kr.

C

4.800 kr.

D

3.000 kr.

X

9.200 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.