tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Enigma tilbrigðin - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 - 9.200 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 11. janúar - 19:30

Salur

Eldborg

EFNISSKRÁ
Samuel Coleridge-Taylor Ballaða í a­-moll
Helen Grime Fiðlukonsert
Edward Elgar Enigma­-tilbrigðin

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Daníel Bjarnason

EINLEIKARI
Leila Josefowicz

Enigma­tilbrigði Edwards Elgars eru eitt ástsælasta sinfóníska stórvirki Breta fyrr og síðar og færðu þau tónskáldinu heimsfrægð þegar þau voru frumflutt árið 1900. Verkið samanstendur af 14 tilbrigðum sem bregða hvert um sig upp lifandi svipmyndum af vinum tónskáldsins og kunningjum, konu hans og loks honum sjálfum. Tónlistin spannar allt frá góðlátlegri glettni til djúpra ástríðna en stefið sem öll tilbrigðin kallast á við heyrist hins vegar aldrei í verkinu sjálfu og er það hin eiginlega ráðgáta sem titillinn vísar til.

Á þessum tónleikum kemur fram fiðluvirtúósinn og staðarlistamaðurinn Leila Josefowicz í annað sinn á starfsárinu. Í þetta sinn er hún með brakandi ferskan fiðlukonsert skoska tónskáldsins Helen Grime frá 2016 í farteskinu. Grime er meðal fremstu tónskálda Breta af ungu kynslóðinni og hafa verk hennar verið lofuð fyrir leiftrandi andagift og einstaka hugkvæmni. „Ég er sérstaklega spennt að geta frumflutt fiðlukonsert Helen Grime á Íslandi,“ segir Leila Josefowicz um verkið. „Hann kraumar af líkamlegri orku til jafns við eitthvað dulrænt og himneskt. Fá ný verk eru skemmtilegri að flytja fyrir fólk.“ Upphafsverk tónleikanna er Ballaða í a-moll eftir Samuel Coleridge Taylor, samtímann Elgars, kraftmikið og líflegt verk þar sem dregnar eru fram skýrar tilfinningar þótt formið sé knappt.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.800 kr.

B

6.300 kr.

C

4.800 kr.

D

3.000 kr.

X

9.200 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.