Music, Classical, Modern music

Kris­tinn Smári Kristinsson og tríóið hans Minua - Velko­minn heim - sumartón­leikaröð

Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket

Price

0 kr

Next event

Sunday 15th August - 16:00

Venue

Hörpuhornið

Óvenjuleg hljóðfæraskipan dregur þig inn í síbreytilegan heim Minua. Með tveimur gíturum og bassaklarinettu myndar þríeykið tregafullan hljóðheim þar sem tónsmíðum og spuna er ofið saman. Ambíent, minimalismi, frjáls spuni og dægurtónlist er meðal áhrifa sem heyra má í tónlist Minua sem er myndræn og lætur hugann reika.

Á tónleikum Minua í hörpu frumflytur tríóið nýtt prógram sem samið var af Kristni Smára fyrir þetta tilefni sem og eldra efni. Tónlistinni fylgir visjúalar eftir Isil Karatas og Luca Aaron. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin spilar hér á landi en hún kom til Íslands árið 2014 þegar hún var nýstofnuð en síðan þá hafa þeir félagar gefið út tvær breiðskífur, Still light (2019) og In Passing (2015) og farið í tónleikaferðir víða um Evrópu og til Kína.

Minua skipa:
Kristinn Smári Kristinsson, gítar og fartölva.
Luca Aaron, gítar og fartölva.
Fabian Willmann, bassaklarinetta.

Kristinn er nýfluttur heim eftir 8 ára búsetu í Basel og Berlín. Þar lauk hann tveim háskólagráðum, gaf út 8 breiðskífur og spilaði yfir 400 tónleika í 11 löndum. Hann er einn af stofnendum HOUT records og hljómsveitanna MONOGLOT og Minua.

Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2011 en meðal kennara hans voru Snorri Örn Snorrason, Jón Páll Bjarnason, Hilmar Jensson og Sigurður Flosason. Þá lá leiðin til Sviss í áframhaldandi nám við tónlistarháskólann í Basel þar sem Kristinn lærði hjá Wolfgang Muthspiel. Kristinn lauk bakkalár gráðu árið 2014 en skipti þá yfir í tónlistarháskólann í Bern þar sem hann lauk Meistaranámi tveim árum síðar í rafgítarleik og tónsmíðum. Meðal kennara Kristins í Bern voru Django Bates, Ronny Graupe og Frank Sikora. Auk þess sótti hann tíma hjá mörgum örðrum þungavigtarmönnum úr jassheiminum og má þar nefna Guillermo Klein, Mark Turner, Jeff Ballard, Aydin Esen, Larry Grenadier, Jorgé Rossy og fleiri.

Kristinn kemur reglulega fram með hljómsveitunum Minua og Monoglot en báðar sveitirnar hafa gefið út tvær breiðskífur síðustu ár. Nýjasta platan, “Still Light” eftir Minua, kom út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Traumton í febrúar en platan hefur hlotið afburða dóma víða um heim. Minua kom til Íslands árið 2014 og ferðaðist hringinn í kringum landið, en hefur einnig tvisvar sinnum farið í tónleikaferð um Kína þar sem hljómur tríósins hefur fengið góðar viðtökur.

Kristinn gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu “Module” en síðustu ár hefur hann gefið út átta breiðskífur með ýmsum verkefnum og hefur tónlistin leitt hann í tónleikaferðir um Sviss, Þýskalandi, Frakkland, Austurríki, Ungverjaland, Tékkland, Holland, Belgíu, Ítalíu, Ísland og Kína.

Tónleikaröðin Velkomin heim eru haldin af FÍT-klassískri deild FÍH í samstarfi við Hörpu og styrkt af Tónlistarsjóði, Menningarsjóði FÍH og Ýli tónlistarsjóði.


The ticket prices are as follows:

A

0 kr.