Music, Sinfóníutónleikar

Klassíkin okkar - Sin­fóníuhljóms­veit Ís­lands

Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket

Price

2.900 - 5.900 kr

Next event

Friday 3rd September - 20:00

Venue

Eldborg

LEIKHÚSVEISLA
Klassíkin okkar

Vinsæl leikhústónlist frá ýmsum tímum, m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Pál Ísólfsson, Edvard Grieg og úr söngleikjunum Vesalingunum og West Side Story.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri
Daníel Bjarnason

Söngvarar
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Elmar Gilbertsson
Emilíana Torrini
Jóhann Sigurðarson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kristjana Stefánsdóttir
Lay Low
Salka Sól Eyfeld

og fleiri söngvarar kynntir síðar

Söngsveitin Fílharmónía
Kórstjóri Magnús Ragnarsson

Kynnar
Halla Oddný Magnúsdóttir
Guðni Tómasson

Undanfarin fimm ár hafa Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efnt til glæsilegra tónleika undir yfirskriftinni „Klassíkin okkar“ sem hafa hlotið gífurlega athygli og vinsældir.

Þann 3. september næstkomandi verða sjöttu tónleikarnir af þessum toga haldnir í Hörpu og að þessu sinni verður athyglinni beint að leikhústónlist, úr innlendum jafnt sem erlendum verkum frá ýmsum tímum.

Meðal þeirra gimsteina sem hljóma á tónleikunum má nefna Afmælisdiktur („Í Skólavörðuholtið hátt“) eftir Atla Heimi Sveinsson, Söng Sólveigar eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Maístjörnuna eftir Jón Ásgeirsson, og lög úr vinsælum söngleikum eins og Vesalingunum og West Side Story.

Vorið 2021 gafst Íslendingum færi á að kjósa sitt uppáhalds íslenska leikhúslag á ruv.is og verður tilkynnt um úrslitin á tónleikunum sem eru sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Þjóðleikhússins og RÚV.

Framúrskarandi söngvarar, leikarar og kórar koma fram í þessari einstöku dagskrá þar sem töfrar leikhússins verða í algleymingi.


The ticket prices are as follows:

A

5.900 kr.

B

4.900 kr.

C

3.900 kr.

D

2.900 kr.

X

5.900 kr.