Music, Simphony Orchestra

Het­ju­líf - Sin­fóníuhljóms­veit Ís­lands

Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket
Get your ticket

Price

2.900 - 8.500 kr

Next event

Thursday 31st March - 19:30

Venue

Eldborg

Efnisskrá
George Walker - Lyric fyrir strengjasveit
Richard Strauss - Hornkonsert nr. 2
Richard Strauss - Ein Heldenleben

Hljómsveitastjóri
Eva Ollikainen

Einleikari
Stefan Dohr

Ein Heldenleben eða Hetjulíf eftir Richard Strauss er eitt stórbrotnasta tónverk síðrómantíkur, samið fyrir risavaxna hljómsveit sem telur um hundrað manns. Verkið er eins konar lýsing á lífi tónskáldsins sjálfs, sem skorti sannarlega ekki sjálfstraust.

„Ég er allt eins jafn áhugaverður og Napóleón,“ ku hann hafa sagt við franska rithöfundinn Romain Rolland. Í verkinu glímir Strauss við andstæðinga sína en hefur betur að lokum, stendur uppi sem sigurvegari og dregur sig í hlé frá skarkala heimsins.

Stefan Dohr hefur verið kallaður „konungur hornsins“ enda var hann ekki nema 25 ára þegar hann var valinn í stöðu fyrsta hornleikara í Fílharmóníusveit Berlínar. Þar hefur hann starfað frá árinu 1993 og er ekki ofsögum sagt að hann sé goðsögn meðal málmblástursleikara. Auk þess að starfa með einni fremstu hljómsveit heims er Dohr einnig eftirsóttur einleikari. Á Íslandi leikur hann hinn glæsilega hornkonsert nr. 2 eftir Strauss, saminn í Vínarborg árið 1942, eins konar kveðjuóður til gullaldar sem var að líða undir lok.

Tónleikarnir hefjast á verki eftir George Walker, sem var fyrsta svarta tónskáldið til að hljóta hin virtu Pulitzer-verðlaun í tónlist. Kunnasta tónsmíð hans er hið undurfagra Lyric fyrir strengjasveit sem er innileg og tilfinningaþrungin hugleiðing, samin árið 1946 og tileinkuð ömmu tónskáldsins, sem upplifði sjálf þrældóm í æsku.

Eitt glæsilegasta hljómsveitarverk Richards Strauss ásamt einum fremsta hornleikara heims.The ticket prices are as follows:

A

7.200 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Harpa´s main hall, Eldborg, is designed to provide the audience with an unforgettable experience on numerous levels. The hall’s design make Eldborg a truly adaptable modern venue that can accommodate up to 1,600 guests at one time. Harpa corner is an open space located in front of the hall. This magnificent space is ideal for coffee breaks or receptions related to events in Eldborg.