Music, Classical, Opera, Classical and Contemporary Music

Kún­st­pása - Dúettar dagsins

See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets
See tickets

Price

0 kr

Next event

Tuesday 8th February - 12:15

Venue

Norðurljós

Ókeypis aðgangur en gestir þurfa að smella hér á "kaupa miða" til að ná sér í sæti.

FLYTJENDUR

Björk Níelsdóttir – sópran
Gunnlaugur Bjarnason – bariton
Eva Þyri Hilmarsdóttir – píanó

EFNISSKRÁ

W.A. Mozart - Le Nozze di Figaro - Cinque, dieci
W.A. Mozart - Le Nozze di Figaro - Crudel Perche
W. A. Mozart - Don Giovanni - La ci darem
W. A. Mozart - Töfraflautan - Pa Pa Pa
Þórunn Guðmundsdóttir Ástardúett úr óperunni Mærþöll
Leonard Bernstein - West side story - Tonight
Franz Lehar - Káta ekkjan - Lippen schweigen

Björk Níelsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Hafnarfirði hjá Þórunni Guðmundsdóttur og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist hún þaðan með hæstu einkunn úr og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum. Einnig hefur hún farið í tónleikaferðir með Björk og Florence and the Machine sem söng og trompetleikari. Framundan hjá Björk er frumflutningur á barnaóperunni Fuglabjargið í uppfærslu Borgarleikhússins og leikhópsins CGFC sem og áætlaður frumflutningur á óperunni Kapdigoedekop 2021 í uppfærslu Silbersee og Het Houten Huis. Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Polyband, Gadus Morhua, Cauda Collective og Stirni Ensemble. Hún var valin Bjartasta Vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019 og tilnefnd til Grímuverðalaunanna sem söngvari ársins 2019.

Eva Þyri Hilmarsdóttir stundaði framhaldsnám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og Royal Academy of Music í London og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn. Hún hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi ýmissa verka m.a. á ýmsum hátíðunum hérlendis og erlendis. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt mikla áherslu á flutning ljóðasöngs og kammertónlistar Eva Þyri tók þátt í uppsetningu Íslensku óperunnar 2017 á Mannsröddinni eftir Poulenc og í desember 2018 gaf hún, ásamt Erlu Dóru Vogler, út geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis hennar, en diskurinn hlaut tilnefningu til tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018. Eva Þyri kennir við Listaháskóla Íslands samhliða tónleikahaldi.

Gunnlaugur Bjarnason er baritónsöngvari. Hann ólst upp á Selfossi þar sem hann steig sín fyrstu skref í tónlistinni við Tónlistarskóla Árnesinga en lauk síðan framhaldsprófi í söng frá Menntaskóla í tónlist (MÍT) árið 2020. Hann leggur nú stund á meistaranám í sama fagi við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. Í janúar 2022 leikur Gunnlaugur sitt fyrsta óperuhlutverk í uppsetningu á óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Árið 2020 vann Gunnlaugur fyrstu verðlaun í söngvarakeppninni Vox Domini og hlaut nafnbótina Rödd ársins sem og sérstök aukaverðlaun fyrir flutning á lagi eftir staðartónskáld keppninnar, Gunnstein Ólafsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnlaugur kemur fram á vegum Íslensku óperunnar.


The ticket prices are as follows:

A

0 kr.

B

0 kr.

Norðurljós

Norðurljós is a recital hall on Harpa’s second floor, situated between Eldborg and Silfurberg. It offers various possibilities for concerts, conferences, receptions and other events.