Hags­mun­aaðilar

Það er Hörpu mikilvægt að eiga í góðum og gagnsæjum samskiptum við sína hagsmunaaðila. Hagaðilar Hörpu eru fjölmargir og með því að greina helstu snertifleti og sameiginlega hagmuni hagaðila gefst Hörpu að hafa markvissari áhrif á betrumbætur eða breytingar sem geta stuðlað að auknu sjálfbærni í starfseminni. Hagaðilagreining félagsins var unnin af stýrihópi í samfélagsábyrgð í samráði við ráðgjafa.