Annual and Sustainability Report 2022
The role of Harpa Concert Hall and Conference Centre ohf. (Harpa) is to be a platform for musical and cultural life as well as all kinds of conferences, meetings and gatherings, domestic and foreign. Harpa and its subsidiaries (the group) manage the ownership and operation of the concert hall and conference centre Harpa at Austurhöfn in Reykjavík, as well as related activities.
Skiptir þetta máli?
Með útgáfu á sjálfbærniskýrslu sýnir öflugur stjórnenda- og starfsmannahópur Hörpu skýran ásetning og vilja til að tryggja Hörpu sess á meðal fremstu menningarhúsa heims á sviði samfélagsábyrgðar. Í samfélagi samtímans er árangur ekki aðeins metinn af hljómgæðum í tónleikasal eða myndinni sem birtist í efnahagslegum upplýsingum í ársreikningi. Ímynd og árangur tónlistar og ráðstefnuhúsa ræðst af samtalinu við samfélagið, samtali sem felur í sér miklu víðtækari nálgun en við höfum áður séð.
Verðmæti fyrir samfélagið
Tilgangur Hörpu er að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti fyrir eigendur sína, sem eru landsmenn allir. Það gerir félagið með því að rækja hlutverk sitt af metnaði og alúð. Sem heimavöllur og heimssvið tónlistarinnar, framúrskarandi ráðstefnuhús í alþjóðlegri samkeppni og listaverk í almannaeigu ber Harpa ríkar skyldur til að ganga á undan með góðu fordæmi þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og innleiðingu sjálfbærni í alla þætti starfseminnar.
Samantekt yfir árið
Rekstrarhagnaður
365,2 m. kr.
Tekjur af starfseminni
1,593,5 m. kr.
Fjöldi viðburða
1267
Ráðstefnutengdir viðburðir
452
Tónleikar og listviðburðir
540
Barna- og fjölskylduviðburðir
126
Viðburðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands
96
Viðburðir Íslensku óperunnar
15
Afgreiddir aðgöngumiðar
186.000
Fjöldi gesta í Hörpu
yfir 1.000.000
Sjálfbærni
Endurvinnsluhlutfall
50%
5 Græn skref Umhverfisstofnunar
LOKIÐ
Harpa sem ráðstefnuhús
Svansvottað
Hleðslustöðvar í bílakjallara
13