tónlist, rokk og popp

Elvis Costello
Verð
9.500 - 15.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 28. maí - 20:00
Salur
Eldborg
Elvis mætir ásamt Steve Nieve og sérstökum gesti, Nick Lowe, til landsins til að halda stórtónleika í Eldborg. Elvis er einn virtasti söngvari og lagahöfundur nútímarokksins og hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna tíu sinnum, unnið tvisvar, tilnefndur til Oscars verðlauna og unnið Bafta og MTV verðlaun. Árið 2003 fékk hann inngöngu í Rock and Roll hall of Fame og tímaritið Rolling Stone setti hann á listann yfir 100 bestu listamenn allra tíma. Elvis hefur unnið með fjölda listamanna og má nefna Paul McCartney, Tony Bennett, Burt Bacharach, Allen Toussaint, T Bone Burnett, Lucinda Williams, Kid Rock, Lee Konitz, Brian Eno, and Rubén Blades.
Hann hefur samið geysi vinsæl lög eins og t.d. ,,Alison” ,,Olivers Army” og
,,Watching the detectives” og listamenn á borð við Lindu Ronstadt, Chet Baker,
Bette Midler, Johnny Cash og Rod Steward hafa gefið út lögin hans sem ábreiður.
Nick Lowe er breskur söngvari og lagahöfundur sem hefur unnið mikið með Elvis. Hann spilar á gítar, bassa og píano. Hann hefur gefið út 14 sóló plötur auk þess að semja fyrir aðra, m.a. Wilco. Hann hefur farið yfir víðan völl með sínum lagasmíðum, samdi t.d. lagið ,,New Rose” fyrir The Damned sem er talið vera fyrsta pönklagið sem gefið var út.
Steve Nieve hefur lengi spilað með Elvis enda var hann meðlimur í hljómsveit hans, The Attractions og hlaut hann inngöngu í Rock and Roll hall of Fame sem slíkur. Hann hefur einning verið meðlimur í Madness og gefið út sólóplötur.
Elvis aðdáendur ættu að þekkja Lowe og Nieve vel og fagna samstarfi þeirra á þessum tónleikum.
Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Viðburðahaldari
RR ehf
Miðaverð er sem hér segir:
A
13.900 kr.
B
11.900 kr.
C
9.900 kr.
D
9.500 kr.
X
15.900 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu