tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Eldbjørg og Tortelier - Sinfóníuhjómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 12. október - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Gabriel Fauré
Forleikur að Pénélope
Jean Sibelius
Fiðlukonsert
Yan Pascal Tortelier Nostalgie
Ernest Chausson
Sinfónía í Bdúr
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Yan Pascal
Tortelier
EINLEIKARI
Eldbjørg Hemsing
Yan Pascal Tortelier var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2016–2019 og snýr nú aftur með spennandi efnisskrá í farteskinu þar sem tilfinningaþrungin og glæsileg tónlist frá Frakklandi og Finnlandi er í aðalhlutverki. Einleikari á tónleikunum er hin unga, norska fiðlustjarna Eldbjørg Hemsing sem á undanförnum árum hefur haslað sér völl sem einn kraftmesti fiðluleikari sinnar kynslóðar í Evrópu. Margir hrifust til að mynda af leik hennar við afhendingu Nóbelsverðlaunanna 2021 sem sjónvarpað var um víða veröld. Hún leikur hér hinn ægifagra fiðlukonsert Sibeliusar, ástaróð tónskáldsins til hljóðfærisins þar sem hugmyndaflug og einstakt tónmál hans nýtur sín til fulls. Tónleikarnir hefjast á hrífandi en sjaldheyrðum forleik franska tónskáldsins Gabriels Fauré að óperunni Pénélope frá 1913, sem samin var upp úr efni Ódysseifskviðu. Eftir hlé hljómar svo hin stórbrotna Sinfónía í Bdúr eftir Ernest Chausson. Chausson var staksteinn í frönskum tónsmíðum í lok 19. aldar og fléttaði ólíkum stílbrigðum samtíðar sinnar saman í verk sem býr jöfnum höndum yfir dramatískri stærð og ljóðrænni fágun.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu