Tónlist, Sígild og samtímatónlist

Dúó plús tríó - Dúó Freyja og Brian Hong á Sígildum sunnu­dögum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 5. mars - 16:00

Salur

Norðurljós

Dúó Freyja og Brian Hong flytja fjölbreytt dúó og tríó fyrir fiðlur og víólu. Hljómheimurinn kallar á lýrík, dans, mismunandi strengjastillingar og mögulega notkun á bréfaklemmum!

Dúó Freyju skipa mæðgurnar Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Að þessu sinni fá þær til liðs við sig eiginmanninn/ tengdasoninn Brian Hong, fiðluleikara.

Ungu hjónin leika kóreanskt verk eftir Texu Kim og er það frumflutningur á Íslandi, mægðurnar flytja verk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur sem var skrifað fyrir þær og má heyra á nýútkomnum geisladiski þeirra sem tilnefndur var til íslensku tónlistarverðlaunanna. Saman flytja þau svo tvö frægustu verk tónbókmenntanna fyrir samsetninguna tvær fiðlur og víólu; verk eftir Dvorak og Kodaly.

Nemum býðst að sækja tónleikana án endurgjalds.

Viðburðahaldari

Svava Bernharðsdóttir

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.