Tónlist, Jólatónleikar

Diddú - Jóla­stjarna í 25 ár

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.990 - 13.990 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 4. desember - 20:00

Salur

Eldborg

Diddú stígur á stóra sviðið í Hörpu í tilefni þess að metsöluplatan „Jólastjarna” frá árinu 1997 er 25 ára um þessar mundir. Platan verður flutt í heild sinni auk uppáhalds jólalaga Diddúar. Stórhljómsveit Rigg viðburða leikur undir ásamt strengjum og kór undir stjórn Ingvars Alfreðssonar sem einnig útsetur. Óvæntir gestir heiðra Diddú með nærveru sinni. Hér er á ferðinni einstakur viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara á aðventunni. 

Hljómsveit:
Ingvar Alfreðsson, píanó, útsetningar og hljómsveitarstjórn
Davíð Sigurgeirsson, gítarar
Benedikt Brynleifsson, trommur
Róbert Þórhallsson, bassi
Diddi Guðnason, slagverk
Sigurður Flosason, blásturshljóðfæri

Strengjakvartett
Ása Guðjónsdóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Júlía Mogensen, selló 

Kór:
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, sópran
Sara Grímsdóttir, sópran
Hildigunnur Einarsdóttir, alt
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, alt
Þorkell Helgi Sigfússon, tenór
Þorsteinn Freyr Sigurðsson, tenór
Hafsteinn Þórólfsson, bassi
Örn Ýmir Arason, bassi

Hljóðmeistarar:
Sigurvald ívar Helgason
Björgvin Sigvaldason

Ljósameistari:
Freyr Vilhjálmsson

Verkefnastjóri:
Haukur Henriksen 

Framleiðandi og yfirumsjón:
Rigg viðburðir/Friðrik Ómar@2022. 

ÆVIÁGRIP:
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú (f.1955), hefur verið ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar um árabil. Einn helsti styrkleiki  hennar er, hversu jafnvíg hún er á sígilda tónlist, jazz og dægurlög.

Hún hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar sem meðlimur í Spilverki Þjóðanna.  
Síðan fór hún í sígillt tónlistarnám og hefur verið mjög afkastamikil allar götur síðan. Hún hefur sungið inná aragrúa hljómplatna, og tekið þátt í samstarfsverkefnum með ýmsum tónlistarmönnum.

Diddú er næstelst sjö systkina og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún kemur af söngelskri fjölskyldu, bróðir hennar Páll Óskar, er einn af skærustu poppstjörnum Íslands.

Diddú nam söng í Reykjavík og síðar við Guildhall School of Music and Drama í London. Hún fór í framhaldsnám til Ítalíu.  Á námsferli sínum vann hún til fjölda viðurkenninga og verðlauna.

Diddú hefur sungið stór hlutverk í uppfærslum hjá Íslensku óperunni. Þar má  nefna hlutverk hennar í Carmina Burana, Brúðkaupi Fígarós, Rigoletto, Töfraflautunni, Luciu í Lucia di Lammermoor, La Traviata, Ástardrykknum og Leðurblökunni. Hún söng í Niflungahringnum og Ævintýrum Hoffmanns, sem voru samstarfsverkefni Óperunnar og Þjóðleikhússins. Árið 1992 söng hún í Rigoletto við óperuna í Gautaborg. Árið 2006 söng í óperunni Le Pays eftir J.G. Ropartz á Listahátíð.
Síðast söng Diddú hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngkona ársins 2011 fyrir túlkun sína á hlutverkinu.

Diddú hefur leikið og sungið í sjónvarpsleikritum, s.s. Brekkukotsannál og Silfurtunglinu og kvikmyndunum Karlakórnum Heklu og Bíódögum. Hún hefur sungið inn á fjölda hljómdiska og margoft komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og sungið með kórum bæði kirkjuleg og veraldleg verk. Auk þess hefur hún unnið með Stórsveit Reykajvíkur og hinum
rómaða rússneska Terem kvartett. Einir af eftirminnilegustu viðburðum á ferli Diddúar voru tónleikar í Laugardalshöll með José Carreras árið 2001 og árið 2005 hlotnaðist hennni sá heiður að stíga á stokk með Placido Domingo á tónleikum hans í Egilshöll.Viðburðahaldari

RIGG - viðburðir

Miðaverð er sem hér segir:

A

12.990 kr.

B

9.990 kr.

C

7.990 kr.

D

4.990 kr.

X

13.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.