ráðstefna, sýning

Design­Talks 2024

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

15.900 - 17.900 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 24. apríl - 09:00

Salur

Silfurberg

DesignTalks 2024

DesignTalks 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list!
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024.

Forsala er í fullum gangi en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!

HönnunarMars í ár speglar ástand heimsins í sirkusnum og DesignTalks tekst á við öfgar og ójafnvægi ýmiskonar. Í kosmísku kaosi er jafnvægis leitað með viðhorfi skapandi ævintýrafólks og skvettu af æðruleysi línudansarans, sem hugrakkur fikrar sig í land. Sirkus hringurinn er nýttur til að halda hugmyndum á lofti, spúa eldfimri snilld og fljúga hátt!

Ofgnótt upplýsinga, hráefnisskort, möguleika nærumhverfisins í hnattrænu samhengi, enduruppbyggingu, heimsfjölskylduna og innri ró mun bera á góma. Í þessum tælandi töfraheimi er allt mögulegt en undir yfirborðinu kraumar hið óvænta og stundum hið óþægilega.

Um DesignTalks:
DesignTalks hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um hönnun og arkitektúr, samtímarýni og framtíðarsýn, innsýn, áskoranir og tækifæri hönnuða, arkitekta og skapandi leiðtoga.

Ráðstefnan hefur verið lykilviðburður HönnunarMars frá árinu 2009 og er einn sá stærsti á sínu sviði hér á landi þar sem skapandi fólk víðs vegar að kemur saman og veitir hvort öðru innblástur. HönnunarMars 2024 fer fram í sextánda sinn dagana 24. - 28. apríl.


Viðburðahaldari

HönnunarMars / Miðstöð Hönnunar og arkitektúrs

Miðaverð er sem hér segir:

A

15.900 kr.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.