x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Eldur og ís í tónum

Bandaríska tónlistarhátíðin WorldStrides OnStage í Hörpu

Þessi viðburður er liðinn

Á þessari einstöku tónlistarhátíð kemur saman úrval söngvara og hljóðfæraleikara frá fremstu menntaskólum Bandaríkjanna þar sem fram fer einstaklega öflugt tónlistarstarf. Hljómsveitir, kórar og blásarasveitir flytja fjölbreytta efnisskrá sem spannar allt frá klassískum verkum, m.a. eftir W.A. Mozart, til nýrrar tónlistar frá vesturheimi.

Meðal skólanna sem koma fram eru Meadows School og Faith Lutheran frá Nevada, Collegium Charter School og Naugatuck High School frá Conneticut, Natick High School frá Massachusetts, École Kelvin frá Canada og William Jones College Preparatory School frá Illinois. Auk þess eru nokkrir íslenskir tónlistarnemar gestir á hátíðinni.

Hóparnir hittast í Hörpu og æfa undir stjórn bandarískra stjórnenda í fremstu röð, Greg Gilpin stjórnar kórnum, Kirt Mosier hljómsveitinni og Jeffery Grogan blásarasveit. Missið ekki af þessu tækifæri á að njóta fyrstu hátíðar af þessu tagi í Hörpu.