x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

White Lies

Þessi viðburður er liðinn

Dagskrá kvöldsins:
20:00  Kontinuum
20:35 hlé
21:00 White Lies

Hljómsveitin White Lies kemur til Íslands í tilefni af 10 ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar  – To Lose My Life. Bretarnir halda upp á frumburðinn í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 9. desember og munu þeir flytja plötuna í heild sinni á tónleikunum.

Hljómsveitin Kontinuum munu sjá um að hita salinn upp fyrir White Lies.

Síðast (og í eina skiptið) kom hljómsveitin til Íslands á Airwaves- hátíðina árið 2008 en þá var stutt í að To Lose My Life kæmi út. Platan fór beint í efsta sætið í Englandi og lög eins og Farewell to the Fairground og To Lose My Life urðu gríðarvinsæl um allan heim.  Síðan þá hefur White Lies gefið út fleiri stórgóðar plötur eins og t.d. Ritual og á þessu ári gáfu þeir út fimmtu plötu sína-  Five – sem hefur fengið afbragðsgóða dóma og viðtökur.

White Lies hefur alltaf þótt gríðarflott á tónleikum og því má búast við mjög svo skemmtilegri kvöldstund í desember í Eldborg.

Umsjón: Tónleikur ehf

Deila