x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Von Otter og Tortelier – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Anne Sofie von Otter er ein dáðasta söngstjarna Norðurlanda. Hún hefur á viðburðaríkum ferli sungið með öllum helstu hljómsveitarstjórum heims, meðal annars Claudio Abbado, Georg Solti, Bernard Haitink og John Eliot Gardiner, og hefur unnið til bæði Gramophone- og Grammy-verðlauna fyrir geisladiska sína. Á þessum tónleikum flytur hún heillandi útsetningar Josephs Canteloube á frönskum þjóðlögum sem eru hans kunnasta verk og hefur náð miklum vinsældum í flutningi söngkvenna á borð við Victoriu de los Angeles og Kiri Te Kanawa.

Tónleikarnir hefjast með sprellfjörugri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar fyrir klarínett og hljómsveit á hinu vinsæla Rondo alla Turca eftir Mozart. Eftir hlé hljómar eina sinfónía Bizets, meistaraverk sem hann samdi aðeins 17 ára gamall. Enn í dag er þetta ein frægasta sinfónía fransks tónskálds og vitnisburður um ótvíræða snilligáfu hans. Í kjölfar tónleikanna mun Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðrita verkið til útgáfu hjá Chandos-forlaginu. Franskir tónar eru eru meginuppistaða þessara tónleika og þar er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, á algjörum heimavelli.

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Yan Pascal Tortelier

EINLEIKARAR
Anne Sofie von Otter
Einar Jóhannesson

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 21. mar. kl. 18:00

  • Efnisskrá

    Atli Heimir Sveinsson / W.A. Mozart Alla turca etc.
    Joseph Canteloube Söngvar frá Auvergne
    Georges Bizet Sinfónía í C-dúr