x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2020

Þessi viðburður er liðinn

Í upphafi nýs árs er tilvalið að skála í kampavíni og hlýða á glaðværa Vínartónlist í ætt við þá sem hljómar á árlegum tónleikum Vínarfílharmóníunnar á nýársdag. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa notið mikilla vinsælda um árabil. Þeir hefjast ávallt á forleik Johanns Strauss að Leðurblökunni og þeim lýkur á Dónárvalsinum fræga. Inn á milli hljóma vinsælar óperettuaríur og dúettar sem koma öllum í gott skap.

Einnig verður leikin leiftrandi og skemmtileg tónlist eftir tvær konur sem stóðu framarlega meðal tónskálda á síðari hluta 19. aldar en voru svo flestum gleymdar þar til nýlega: Mélanie Bonis og Amy Beach. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Jóna G. Kolbrúnardóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og í Vínarborg, og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í ævintýraóperunni Hans og Grétu hjá Íslensku óperunni auk þess sem hún söng með Sinfóníunni á hátíðartónleikum í Eldborg í tilefni 100 ára fullveldisafmælis 1. desember 2018. Hún kemur nú í fyrsta sinn fram á Vínartónleikum hljómsveitarinnar.

Garðar Thór Cortes hefur vakið mikla hrifningu fyrir söng sinn bæði hér heima og erlendis. Hann söng síðast á Vinartónleikum Sinfóníunnar árið 2015 en hefur undanfarið dvalið langdvölum erlendis og sungið aðalhlutverkið í framhaldi Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Bjarni Frímann Bjarnason hefur vakið verðskuldaða eftirtekt fyrir framúrskarandi tónlistarhæfileika og stjórnar nú í fyrsta sinn Vínartónleikum Sinfóníunnar.

EFNISSKRÁ
Óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár, Pjotr Tsjajkovskíj, Mélanie Bonis og fleiri

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Bjarni Frímann Bjarnason

EINSÖNGVARAR
Jóna G. Kolbrúnardóttir
Garðar Thór Cortes

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 9. jan. kl. 18:00

Allar dagsetningar

  • janúar 2020
  • 09. jan 2020 – kl. 19:30–21:30
  • 10. jan 2020 – kl. 19:30–21:30
  • 11. jan 2020 – kl. 16–18
  • 11. jan 2020 – kl. 19:30–21:30
Deila