x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Víkingur og Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV

Sinfóníuhljómsveit Íslands er mætt aftur til leiks í Hörpu og sendir landsmönnum tónlistina í beinni útsendingu á RÚV. Hljómsveitin hefur fengið til liðs við sig úrvalslið íslenskra listamanna og að þessu sinni eru það Víkingur Heiðar Ólafsson og Daníel Bjarnason sem stíga á svið með hljómsveitinni.

Víkingur Heiðar er einn dáðasti píanóleikari samtímans og hefur hlotið lof um allan heim fyrir tónleika sína og hljóðritanir á undanförnum árum. Nýjasta plata hans, Debussy / Rameau, hefur fengið stórkostlegar umsagnir gagnrýnenda og nýverið var hann á forsíðu breska tímaritsins Gramophone, sem þykir hið virtasta í faginu. Á þessum tónleikum leikur Víkingur Heiðar einn vinsælasta píanókonsert Mozarts, þann nr. 23, og auk þess stutt og glaðvært einleiksverk meistarans.

Einnig hljómar hið sívinsæla Allegretto úr sjöundu sinfóníu Beethovens, en það hefur löngum verið meðal allra dáðustu tónsmíða hans og hljómað við ýmis tækifæri, til dæmis í kvikmyndum.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hann stjórnaði m.a. hljómsveitinni í velheppnaðri tónleikaferð hennar til Þýskalands og Austurríkis í nóvember síðastliðnum þar sem haldnir voru tónleikar m.a. í Salzburg og Berlín.

Horfðu á Sinfóníuhljómsveit Íslands í beinni útsendingu á vef hljómsveitarinnar www.sinfonia.is, Facebook-síðu sveitarinnar og á RÚV, fimmtudagskvöldið 4. júní kl. 20:00.

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Daníel Bjarnason

EINLEIKARI
Víkingur Heiðar Ólafsson

  • Efnisskrá

    Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7, 2. kafli
    Wolfgang Amadeus Mozart: Rondó í D-dúr
    Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert nr. 23