x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Vestur í bláinn

Tónlistarverkefni og listasýning

Vestur í bláinn – tónlistarverkefni & listasýning – 3. september til 30. september 2020

‘Vestur í bláinn’ er fjölþætt listaverkefni um innflytjendur á Íslandi, sem býður upp á næma og ljóðræna nálgun á hugmyndum um það ókunnna.

Tónlist verkefnisins verður gefin út rafrænt 1. september og listsýningin mun eiga sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum í Reykjavík frá 3. september til 30. september.

‘Vestur í bláinn’ byrjaði sem tilraunakennt tónlistarverkefni Juliusar Pollux, þar sem hann tengir saman raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlist.

Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út; gera listsýningu úr því, færa hið pólitíska inn í ljóðrænt samhengi, hvetja til hlustunar og upplifunar á sögum, aðstæðum, tilfinningum og bakgrunni fólks með sjónarhorn húmanisma og samkenndar að leiðarljósi.

Myndlistarfólki var boðið að eiga í samtali við tónlistarverkefnið og afrakstur þess eru þau tíu listaverk sem verða sýnd á sýningunni. Aðgangur er ókeypis.

‘Vestur í bláinn’ miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar raddir, ólík tungumál og margvíslegar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna, sem sjaldan heyrast í listaheiminum eða á opinberum vettvangi.

Claire Paugam & Julius Pollux Rothlaender

Staður • tónverk • listamaður/kona

  • Hlemmur • Tomasz • ÚaVon
  • Nýlistasafnið • Dušan • Claire Paugam & Julius Rothlaender
  • Harpa • Innocentia • Hugo Llanes
  • Mjódd • Fernanda • Melanie Ubaldo
  • Vesturbæjarlaug • Amir • Bára Bjarnadóttir
  • Borgarbókasafnið Gerðubergi • Anna • Ewa Marcinek
  • Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús • Joshua • Eva Bjarnadóttir
  • Andrými • Adrian • Claire Paugam
  • Kaffi Laugalækur • Salóme & Björn • Ewa Marcinek
  • Ráðhúsið • Aleksey • Claire Paugam

Sýningarstjórar: Claire Paugam & Julius Pollux Rothlaender

Dagskrá

1. september: Útgáfa tónlistarverkefnisins ‘Vestur í bláinn’ (Spotify, Itunes, Bandcamp)

3. september: Opnun listasýningarinnar

17. september:
Listamannaspjall, Borgarbókasafn Grófinn

24. september: Leiðsögn & rútuferð á alla staði og listaverk (Skráning: www.vesturiblainn.net)

2. október: Finissage & Tónleikar, Mengi

Deila