x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Velkomin heim – Jazzarar!

Marína og Mikael - Beint heim

Þessi viðburður er liðinn

Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona og Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari mynda saman dúettinn Marína og Mikael. Samstarf þeirra hófst þegar þau stunduðu nám við Konservatorium í Amsterdam og hafa þau leikið saman í rúm þrjú ár. Þau koma nú fram á tónleikaröðinni ,,Velkomin heim og á efnisskránni eru lög af nýútkomnum diski þeirra, ,,Beint heim„, ásamt nokkrum af þeirra eftirlætis jazz- og dægurlögum. Útsetningar og spilamennska Mikaels Mána nýta áferð og blæbrigði akústíska gítarsins til fulls. Marína Ósk semur hnyttna íslenska texta og sveipar þá kristaltærum hljómi.

___________________________________________________________________________________________

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl 17 eða 20 og þó áhersla sé lögð á sígilda tónlist verður boðið til samstarfs ólíkra tónlistargeira og bæði hefðbundnar og óhefðbundnar efnisskrár.

Jazztónleikar Velkomin heim fara fram í Björtuloftum kl 20 og eru skipulagðir í samstarfi við FÍH.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!