x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Velkomin heim – Jazz! Ingi Bjarni Skúlason

Ingi Bjarni Skúlason tríó “Fundur”

Þessi viðburður er liðinn

Fundur

Á tónleikum í Björtuloftum flytur Ingi Bjarni Skúlason píanóleikari ásámt tríói sínu sem er skipað þeim Bárði Reinert Poulsen á kontrabassa og Magnúsi Tryggvasyni Eliassen á trommur, eigin verk af diski sem kom út hjá Dot Time Records í New York í haust. Meginþráður tónleikanna er óður til norðursin, frumsamin þjóðlagatónlist með jazzívafi, byggð á mínímalískum en þó skilvirkum laglínum.

Ingi Bjarni lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bachelor prófi við Konunglega Tónlistarháskólanum í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem fram fór í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló, sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Ingi Bjarni hefur komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, Copenhagen Jazz Festival, Vilnius Jazz Festival í Litháen, Lillehammer Jazz Festival í Noregi og Jazz in Duketown í Hollandi og á tónleikum í Svíþjóð, Eistlandi, Færeyjum og Belgíu.

Gagnrýni um fyrsta geisladisk Inga Bjarna, Skarkali, sem birtist í All About Jazz árið 2015:

“His playing is clear and crisp, with each note given deep meaning. Bobo Stenson comes naturally to mind in the space given each note. This deep, clear sound is echoed by the harmonies chosen, which sound simple, but are full of ambiguity. Although his music is highly emotional, it is constrained by a deep intelligence which produces a wonderful sense of playful control.” 

 

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl 16 eða 20 og þó áhersla sé lögð á sígilda tónlist verður boðið til samstarfs ólíkra tónlistargeira og bæði hefðbundnar og óhefðbundnar efnisskrár.

Jazztónleikar Velkomin heim fara fram í Björtuloftum kl 20 og eru skipulagðir í samstarfi við FÍH.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!