x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Velkomin heim: Einar Bjartur Egilsson

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Á tónleikum í Hörpuhorni, opnu rými á annarri hæð Hörpu, leikur Einar Bjartur Egilsson verk eftir Schubert, Rachmaninov og eigin tónsmíðar, efnisskrá sem vefur áheyrendur í hauststillur og sviftivinda árstíðarinnar sem umlykur okkur nú.

Einar Bjartur hóf píanónám 7 ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Guðríði St. Sigurðardóttir og Önnu Málfríði Sigurðardóttir. Haustið 2010 hóf hann svo nám í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté og útskrifaðist þaðan vorið 2013. Í janúar það ár lék hann einleik í píanókonsert F. Poulencs með Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Frá 2013- 2015 stundaði hann meistaranám í Konservatoríinu í Maastricht, Hollandi hjá dr. Katiu Veekmans. Í desember 2014 hlaut hann styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu að nafni Heimkoma með eigin tónsmíðum. Hann hefur spilað á tónlistarhátíðum í Hollandi og starfað með kórum bæði þar og hér heima. Um þessar mundir starfar hann sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga. Nánari upplýsingar á heimasíðunni einarbjartur.com.