x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Velkomin heim Viktoría og Einar Bjartur

Viktoría Sigurðardóttir, söngur og Einar Bjartur, píanó “Hugsi”,

Þessi viðburður er liðinn

Viktoría Sigurðardóttir söngkona ásamt Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara, flytur úrval söngleikjaverka, meðal annars eftir Stephen Sondheim, Irving Berlin og fleiri heimsþekkt söngleikjatónskáld. Gestasöngvari á tónleikunum er Arnór Björnsson.  Viktoría lauk BA gráðu í „Musical Theatre“ með fyrstu einkunn frá London College of Music árið 2016 og vann til verðlauna fyrir flutning sinn. Viktoría leikur í uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror Show og hlakkar til næsta verkefnis sem er hlutverk í söngleiknum um Matthildi, eftir sögu Roalds Dahl, einnig í uppsetningu Borgarleikhússins.

Komið og njótið líflegs söngleikja-síðdegis!

Velkomin heim er tónleikaröð á vegum FÍH og FÍT – klassískrar deildar FÍH og kynnir unga íslenska tónlistarmenn sem hafa stundað nám á erlendri grundu.

Aðgangur er ókeypis.
_____________________________________________________
Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar sem býður unga tónlistarmenn velkomna til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis, gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 16.00 og þó áhersla sé lögð á sígilda tónlist verður boðið til samstarfs ólíkra tónlistargeira og bæði hefðbundnar og óhefðbundnar efnisskrár.

Tónleikarnir fara fram í Hörpuhorni í opnu rými á annari hæð og eru skipulagðir í samstarfi við FÍH.