x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Úr nýja heiminum – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma tvö merkileg verk sem tengjast nýja heiminum, hvort með sínum hætti.

Dvorák var um þriggja ára skeið búsettur í Bandaríkjunum og sótti þá innblástur í tónlist heimamanna. Sinfónían „Úr nýja heiminum“ er lykilverk í þjóðlegri sinfóníusmíði 19. aldar, hrífandi samruni gamla heimsins og hins nýja, og býr yfir ljóðrænu og krafti.

Hin bandaríska Julia Perry er meðal þeirra tónskálda 20. aldar sem gleymdust í tímans rás þrátt fyrir að hafa samið sérlega áhugaverða tónlist. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann um 1950 og vakti allmikla athygli á sinni tíð þrátt fyrir að tvennt hamlaði tónsmíðaferli hennar: Hún var svört kona. Líflegur konsertforleikur hennar hefur hljómað víða síðustu ár og hvarvetna vakið mikla hrifningu. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tónleikunum er útvarpað beint á Rás 1.

Takmarkað sætaframboð á tónleikana
Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 200 tónleikagesti í fjórum sóttvarnarhólfum í Eldborg. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

 • Efnisskrá

  Julia Perry: A Short Piece for Orchestr
  Antonín Dvorák: Sinfónía nr. 9, „Úr nýja heiminum“

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Eva Ollikainen

   

Deila